miðvikudagur, desember 20, 2006

tíminn líður og jólin nálgast

það er farið að styttast allverulega í jólin.

Ég er búin að kaupa næstum allar jólagjafir og pakka þeim inn, 2 bíða í ísskápnum og ein bíður enn í búiðinni....toppaði meira að segja sjálfa mig og sendi út nokkur jólakort....

Ég er komin í jólafrí....dagurinn í gær var meira að segja í styttra lagi þar sem nemendurnir komust ekki í skólann sökum veðurs....

Á morgun er útskrift og vonandi verður veðrið skaplegt svo nemendurnir komist á staðinn


Í kvöld bauð ég Þórunni í kjúklingarétt og við lágum á meltunni fram eftir kvöldi....hún er að fara í menninguna á morgun ef henni tekst að brjótast í gegnum storminn....ég hef áhyggjur af því að hún ætli að borða óhollustu öll jólin en ég hlýt að geta snúið henni um áramótin þegar hún fær ósætan eftirrétt með matnum....hahaha það er ekki eins og hún hafi eigin vilja...öfunda hana pínulítið af reykjavíkurferðinni, sálarballinu og emelíuendurfundunum og svo auðvitað af því að hitta Fjóluna en er sjálf á leiðinni í sumarbústað og á eftir að hafa það gott með fullt af dvd og góðum félagsskap - og svo auðvitað maturinn hennar mömmu í nágrenninu!!!

njótið jólaundirbúningsins og munið að tapa ykkur ekki í stressinu því jólin koma hvort sem það er búið að þrífa eða ekki!!!!

Ps) mig langar hrikalega mikið í grillaða samloku...vantar bara brauð og ost - djöfulsins innkaupastjóri!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kjúklingin, hann var næstum því eins góður og minn...hahahaha og ég er sko alveg til í ósætan eftirrétt...jammí jamm.

Hafðu það nú gott um jólin og skilaðu jólakveðju til fjölskyldunnar.

20 desember, 2006 10:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jóla hvað? jóla stress hvað er nú það? Svosem mörg ár frá því ég komst að því að jólin koma jafnt þó eldhúsgólfið sé óbónað eða gljápólerað. Reyndar er ágætt að stefna að því að stjúka mesta skítinn af því fyrir jólin því þá þarf maður ekki að spá í það fyrr en fyrir páskana!!
Hvað um það, hlakka til að fá þig, jólapakkana og allt hitt.
Passaðu þig bara á þessum vindi sem virðist endalaust vera að flýta sér þessa dagana

20 desember, 2006 22:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæhæ gleðileg jól. Vonum að þú verðir vöknuð þegar við verðum á ferðinni á morgun.

22 desember, 2006 04:08  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim