fimmtudagur, desember 28, 2006

ég nenni engu.....

1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndur þú vilja að það væri?

Einhver af mínum yndislegu vinum...skiptir engu máli hver....ég væri örg í þessar 10 mín sem það tekur mig að vakna en eftir það væri ég gestgjafi gestgjafanna

2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ...

ég fer heim og lofa að mæta aldrei aftur...hahaha...ég vinn hjá ríkinu eru einhverjar líkur á því að mér verði boðin launahækkun sem er ekki lögbundin?????

3. Þú í hnotskurn:

ég er bara ég eins og ég er alltaf....feimin, róleg, iðjusöm og afslöppuð....hahahahahahahahahahahaha

4. Hefur þú séð draug?

Nei þá væri ég örugglega ennþá skjálfandi undir sæng......með lokuð augun svo ég sæi ekki myrkrið þar!!

5. Ánægð með líkama þinn?

Er maður nokkurn tímann ánægður með líkama sinn????? Ég er samt sátt við hann

6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef…

Ég finndi mér skemmtilega vinnu þar

7. Staður sem þú hefur búið á og saknar:

Seyðisfjörður, Egilsstaðir(samt bara þegar mig langar að hitta Michelle), Reykjavík, Odense...held það sé það

8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað:

fiskvinnsla....leikskólakennari....svara í símann hjá 118...örugglega eitthvað meira

9. Hljómsveit sem þér fannst “cool” þegar þú varst 13.

13 ára vá ég man það nú ekki, duran duran, wham eða eitthvað álíka spennandi....var líka aðeins seinna æstur aðdáandi new kids on the block

10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja?

Ég er alltaf á milli svefns og vöku svo lengi eftir martraðir að ég get ekki hringt neitt....loksins þegar ég næ að vakna almennilega þá er martröðin horfin og ég sofna aftur

11. Langar þér að eignast börn fyrir þrítugt?

nei og það er sko eins gott....er víst orðið aðeins of seint

12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum:

vá það eru nokkrar td...hleypa lofti úr öllum dekkjum á ónefndum bíl...stela lyklum af íþróttasalnum frá prestinum og fara í körfubolta um miðja nótt...hehehe...já og svo smá atriði sem ég get ekki nefnt á netinu en það tengist stærðfræði...

13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar?

nei sem betur fer...það hlýtur að vera hell

14. Mesta prakkastrik sem þú hefur gert í vinnunni?

margt kemur til greina....pakka inn skrifborði fjármálastjórans....plata barþjón til að hrista drykk með gosi...

15. Hvorum foreldra þínum líkist þú meira, móður eða föður?

móður hugsa ég

16. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera:

já spila á hljóðfæri

17. Enn vinur fyrrverandi maka?

á engan slíkan samkvæmt minni skilgreiningu...ef við sleppum þessu maka orði þarna þá er svarið....nei ég er það ekki því when i move on i move on....

18. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár:

hamingjusöm og umkringd góðum vinum

19. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári:

já ansi margt, kannski ekki margt nýtt en þetta hefur verið gott ár

20. Hvað langar þig í afmælisgjöf?

það eru sko 10 mánuðir þangað til og ég er vog þannig að ég skipti um skoðun mjög oft en núna langar mig í safapressu og stærra eldhús já og fyrirvinnu...

21. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag?

Pakkaði í bílinn - verslaði - pakkaði úr bílnum

22. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig?

ég er alltaf að versla fyrir mig....var í dag að kaupa fullt af heilsuvörum, grænmeti og öðru góðu stöff........seinustu flíkur: keypti mér 2 kjóla 12. desember

23. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspeglinum í bílnum?

nei en það er lykill í Hvalfjarðagöngin bak við hann

24. Hvað fékkstu þér í morgunmat?

hmmm jógúrt með jarðaberjum....kannski borðaði ég líka morgunkorn hjá mömmu og pabba.....ætli ég sé með alsheimer þegar ég man ekki hvað ég borðaði í morgunmat??????

25. Hver í kringum þig er með flestu húðflúrinn:

Siggi bró held ég

26. Hvaða þrjár hljómsveitir sást og heyrðir þú síðast í:

live????? Nick Cave með smá bandi, Trabant vá hvað ég hef verið léleg að fara á tónleika....og hvað ég er illa haldin af alzheimer því ég man ekki hverjir spiluðu á tónleikunum með trabant

27. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring?

sko flókið mál....ég hef ekki sofið "eðlilega" síðan í nóvember þannig að ég man það ekki.....en mig minnir að það séu 6-7 tímar, núna sef ég sko 10-13 tíma á sólahring en mest allan desember svaf ég 3-5 tíma..

28. Hefur þú einhvern tímann verið bundin?

hahahahahahahaha nei en ég hef nokkra aðila grunaða um að vilja binda mig og jafnvel kefla á stundum.....hahahaha

29. Hvað hefðir þú frekar vilja vera gera þessa stundina?

ekki neitt....vildi samt óska þess að ég hefði viljað vera að búa um rúmið mitt....eða ganga frá fötunum mín....

30. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni?

Agnar

31. Hvenær varst síðast vitni af slagsmálum?

Man það ekki en það voru stelpuslagsmál og aldrei þessu vant snérust þau um strákamál ungra stúlkna

32. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast?

bjór með Einsa bró

33. Finnst þér gott að láta toga í háríð þitt?

hver eftir því hver togar:oD

34. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til:

Usa, Danmark, Deutschland

35. Ertu góð á skautum?

Ég var það alls ekki þegar ég var 17 ára og efast um að ég hafi lagast síðan þá.

36. Nefndu eitthvað sem þér myndi langa í en væri flokkað undir óvenjulegt.

hmm ég er ekki viss um að þetta sé svoleiðis blogg.....hahahahahaha... mig langar í kirsuber - er það óvenjulegt....mig langar líka í heimatilbúna lifrapylsu - það er sennilega óvenjulegt....og svið mig langar sko í svið - er það nokkuð óvenjulegt?....svo langar mig líka að vinna í lottói - það getur alls ekki verið óvenjulegt

37. Hvað finnst þér um BRAD PITT?

Overrated að mestu en á sín hot móment

38. Nefndu þann vin sem þú átt mest sameiginlegt með...

Stundum Guðrún og stundum Þóra Magga

39. Hvaða litur er á táneglunum þínum?

enginn í augnablikinu...gæti verið grænn eftir smá ef ég nenni enn að búa um rúmið mitt þegar ég er búin að þessu

40. Við hvern talaðir þú síðast við í síma?

mömmu mína

41. Átt þú eitthvað með hauskúpu á?

ég bara held ekki....jú heyrðu ég á nokkur pör af sokkum með hauskúpum

42. Hefur þú ferðast mikið innanlands?

já það er spurningin???? hvað er mikið???? held það sé bara svona miðlungs en svo tala ég við sumt fólk og þá er það frekar mikið...

43. Hefur þú ferðast til Afríku?

nei

44. Nefndu þrjár manneskjur sem þú myndir treysta fyrir lífi þínu?

ég er paranojuð...annars held ég að öllum vinum mínum sé treystandi fyrir lífi mínu....annars væru þau ekki vinir heldur kunningjar

45. Síðasta mynd sem þú sást?

Mynd hmmm ég horfð á einhverja mynd annan í jólum, jólamynd um mann sem langaði til að sleppa jólunum....

46. Hvar varstu þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn?

vá vitiði hvað það er langt síðan ég fékk fyrsta kossinn????? lít ég út fyrir að muna allt????? giska samt á að ég hafi verið á Lyngbrekkuballi....eða Fljótstungurétt....man það virkilega ekki....var það kannski á leiðinni heim úr Fljótstungurétt....já það var það....fyrsti kossinn og fyrsti sopinn af brennivíni allt í sömu ferð hahahahaha ég mundi það jeiiiiiiii

47. Síðasta spil sem þú spilaðir?

Ég og Guðrún spiluðum rumikub

48. Leður eða Latex?

leður

49. Hefur þú fengið glóðurauga?

50. Á hvaða videoleigu ferð þú helst á?

Fer helst ekki á vídeóleigu en ef ég fer þá er bara um eina að ræða: kósý

51. Hefur þú gengið í sokkabuxum?

já kannski einu sinni eða tvisvar....hahahahahaha

52. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi?

það held ég ekki...

53. Að lokum ...

njótið lífsins og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim