mánudagur, janúar 30, 2006

þreytt líf...sorry NÖLDUR

ég er að ég held farin að nálgast mörk þess ómögulega vinnulega séð og ég er hætt að hugsa...heilinn er kominn á autopilot og ég hugsa bara 10. feb 10. feb 10. feb.
Ég veit alveg að það hættir ekkert að vera mikið að gera þá allt í einu.....en þá verða allaveganna 2 aukaverkefni búin og koma ALDREI aftur.
Ég er allan tíman að gera eitthvað og meira að segja á úthlutuðum hvíldartíma er ég farin að browsa um netið og skoða hitt og þetta sem ég ætti kannski ekkert að vera að skoða. (já ég úthluta mér hvíldartíma alveg eins og vinnutíma og matartíma!)
Annars hef ég það fínt og ég sef eins og steinn allar nætur - þó sumar séu stuttar!!! Ég hef ekki enn tekið næturnar inn í vinnutímann en það kemur örugglega að því eins og fyrir áramót.
Ég held að næsta skref sé að skreppa á fund og segja:

HÆ ÉG HEITI VALGERÐUR OG ÉG ER VINNUALKI

Jæja nú er best að vera aðeins duglegur svo ég missi ekki af sjónvarpstímanum í kvöld (já líka skipulagður sjónvarpstími!!!!!;o/)

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ ég heiti Þóra Magga, ég er vinnualki og get ekki sagt nei við verkefnum.

30 janúar, 2006 21:40  
Blogger VallaÓsk sagði...

Hæ Þóra Magga!!!!

30 janúar, 2006 21:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

halló eg heiti ásdís og er svo ekki vinnu alki ne mikið fyrir að læra og er buin að vera það alltaf :D en jahh hmm? þetta er samt allt að koma með tímanum!!!

love ja

01 febrúar, 2006 13:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég heiti Fjóla, ég er vinnualki með netfíkn og hræðist ástarsambönd við karlmenn.

01 febrúar, 2006 15:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ ég er ekki vinnualki, ég elska vaktafrí.... Búin að vera núna í 4 daga bara að leika, æfa, sofa og elda. bara fínt skal alveg eyða fríiunum fyrir þig. Heyrumst

02 febrúar, 2006 19:11  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim