fimmtudagur, febrúar 10, 2011

það er kominn febrúar og í gær átti uppáhaldsmamman mín afmæli;o)

Veðrið er búið að vera ótrúlega þægilegt hér á köflum miðað við suðvestur hornið en ég er samt að verða þreytt á snjó og ekki snjó og rigningu og slyddu og frosti og ekki frosti, ég vil bara fá smá snjó og svo frost og hafa það þannig þangað til í apríl og þá á að koma vor......bý kannski alveg í rétta landinu fyrir svona heimtufrekju....

Það er nóg að gera í vinnunni að venju og ég gæti hafa bætt á mig einu eða þremur aukaverkefnum en það er bara venjan og gott að hafa nóg að gera:o)

Eftir allar suðurferðir í janúar þá stefnir í heimafebrúar - ja svona fyrir utan einstaka ferðir á Akureyri og Sauðárkrók....ja og svo auðvitað Siglufjörð en það er bara eins og að vera heima hjá sér.

Mér finnst ég ekki nógu skipulögð þessa dagana svo sennilega þarf ég að skammast eitthvað í mér og jafnvel setja upp verðlaunakerfi fyrir mig, einn límmiða fyrir hvert verk sem ég klára:o) ég á svo mikið af límmiðum að ég gæti sennilega veggfóðrað meðalstórt herbergi með þeim...