þriðjudagur, júlí 27, 2010

næturvaktirnar eru búnar og ég er komin heim að pakka niður íbúðinni, held að það sé fátt leiðinlegra hehehe

þetta styttist allt og í raun er ótrúlega stutt þangað til vetrarvinnan hefst...ég er orðin frekar spennt og hlakka til að takast á við eitthvað nýtt

íbúðin á Hvanneyri er smám saman að verða fokheld....dálítið skrítið að sjá ferlið svona afturábak....veggirnir eru frekar skemmdir og plöturnar molna bara þegar það er verið að taka þær niður

mánudagur, júlí 05, 2010

klukkan 4 á nóttunni er ótrúlega lifandi hóteltími...seinustu gestir eru nýkomnir upp á herbergi þar sem það er ótrúlega smart um þessar mundir að fljúga eins seint og hægt er og fyrstu gestirnir eru mættir í morgunmat því þeir eru að fara að mæta í flug....hvaða mannvonska er þetta með flugtíma?????


Ég er búin að enduruppgötva margt þessar næturvaktir sem ég hef verið hérna....ég er alveg búin að átta mig á því hvað var það skemmtilega og það leiðinlega við hótelvinnuna....ótrúlegt hvað sumir hlutir gleymast....

Ég var næstum orðin viss um það að ég væri farin að ýkja það hversu auðvelt væri að þekkja þjóðerni á einstaklingum en nei það er sko alveg jafn auðvelt og ég hélt fram hahahaha steríótýpurnar eru svo ráðandi.....munið það þegar þið eruð í útlöndum

Ég var búin að gleyma hvað það er vond lykt af kranabjór þegar maður er að dæla honum í glas eftir glas...

Ég er sko algerlega ógurlega og alveg búin að gleyma hverri einustu kokteilauppskrift sem ég einu sinni kunni....ekki einu sinni Irish coffee lifði af óminnið....það ætti að segja ykkur hversu oft ég drekk kokteila!!



annars er lífið nokkuð ljúft í dag eftir ógulega matareitrun á föstudaginn.....er nokkuð viss um að ég borði aldrei aftur á ákveðnum stað í kringlunni og ég held ég muni aldrei setja bernaissósu inn fyrir mínar varir.....